Sportlegur kjóll með racer-baki og beinu sniði. Fullkomið fyrir heita sumardaga á ströndinni, verslunarferð eða sem góður kjóll til að hafa með sér í ferðalagið þar sem hann tekur lítið pláss og vegur lítið. Kjóllinn er úr 50% merino ull og 50% polyester. Merino ull er náttúrulega bakteríudrepandi og heldur þér köldum jafnvel á heitum sumardögum.